1954 – Styttan af Skúla afhjúpuð

Kristinn H. Guðnason skrifar
Laugardaginn 6. janúar 2018 19:30

Verzlunarmannafélag Reykjavíkur gaf Reykjavíkurborg styttu af Skúla Magnússyni og var hún afhjúpuð í Fógetagarðinum við Aðalstræti við hátíðlega athöfn þann 18. ágúst 1954. Listamaðurinn Guðmundur frá Miðdal hannaði styttuna af fógetanum sem var upphafsmaður Innréttinganna og gjarnan kallaður faðir Reykjavíkur. Þá voru 200 ár síðan byggingu Innréttinganna lauk við Aðalstræti. Eftir ræðuhöld veitti Gunnar Thoroddsen borgarstjóri styttunni viðtöku og lagði blómsveig við fótstallinn. Karlakórinn Fóstbræður og Lúðrasveit Reykjavíkur sáu um skemmtiatriðin. Styttan hefur verið nokkuð umdeild í seinni tíð í ljósi þess að hún stendur í hinum forna Víkurkirkjugarði. Borgaryfirvöld hafa viðurkennt þetta og samþykktu að færa hana fyrir meira en 20 árum en þar stendur hún enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af