DV Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Dan Brown í Kiljunni

Orðið á götunni

Fimmtudagsfríin færð

0
Miðvikudagur 25.apríl 2018

Þú getur sótt um heimsins besta starf – ef þú uppfyllir kröfurnar

Lúxussvítur og sælureitir – Milljón á mánuði

Ritstjórn DV skrifar
Þriðjudaginn 28. mars 2017 23:10

Bandaríska fyrirtækið Thirdhome er á höttunum eftir starfskrafti til að ferðast linnulaust í 3 mánuði og dvelja í lúxussvítum og sælureitum um allan heim. Ekki nóg með það að sá sem hreppir starfið fái að ferðast, heldur fær hann einnig rúma 1 milljón krónur í vasann á mánuði –öll ferðaútgjöld eru greidd og aukakostnaður að sjálfsögðu einnig!

Slíkt draumastarf er eitthvað sem fæstir hafa komist í kynni við nema í besta falli úr teiknimyndasögum – ef þá það! En nú getur draumurinn hins vegar orðið að veruleika ef hæfniskröfur eru uppfylltar – og kannski með smá heppni.

Svona eru hæfniskröfurnar

  • Umsækjandi þarf að vera nautnaseggur og kunna að meta gæði og siðfágun.
  • Hann þarf daglega að deila reynslu sinni og nautnum með umheiminum, gegnum samfélagsmiðla.
  • Gerð er krafa um framúrskarandi framsögn í rituðu máli, því starfsmaðurinn þarf að blogga mikið.
  • Vera ófeiminn við tala fyrir framan myndavél.
  • Geta ferðast lengi í einu.

Hvers vegna er verið að ráða í þessa stöðu?

Fyrirtækið Thirdhome er með aðsetur í fylkinu Tennessee, Bandaríkjunum, og mun draumastarfið vera liður í auglýsingaherferð fyrirtækisins. Starfsemin er titluð sem „sérstakur einkaklúbbur fyrir eigendur lúxussumarbústaða“. Meðlimir klúbbsins hafa síðan aðgang að þessum bústöðum, sem eru staðsettir um heim allan, og geta skipst á að dvelja þar.

Ekki eintómur dans á rósum

Fyrir utan að skjalfesta reynslu sína af hverjum stað mega umsækjendur ekki hafa gæludýr með sér. Þar að auki er aðeins einn gestur leyfilegur hverju sinni. Þannig að ef þú hafðir hug á að taka alla vinina með og djamma á eyjum í Kyrrahafinu – tja, þá geturðu gleymt því. Takir þú með einn gest þarf sá hinn sami að greiða eigin ferðakostnað til fulls. Umsækjendur þurfa einnig að hafa náð 18 ára aldri, hafa gilt vegabréf, hreint sakarvottorð og ökuréttindi.

Eftir því sem fram kemur á vefsíðu dagblaðsins Mirror, er lögð mikil áhersla á að umsækjendur hafi úthald í að ferðast mjög lengi í einu og séu fyrir alla muni ekki flughræddir!

Svona getur þú sótt um draumastarfið

Ef þú ert meðal þeirra sem hryllir við þeirri tilhugsun að byrja aftur að vinna í lok sumars – í hrímköldum íslenskum haustlægðum – þá geturðu sótt svona um:

Sendu einnar mínútu myndskeið af þér þar sem þú færir rök fyrir því hvers vegna þú sért sá besti/sú besta í starfið.

Myndbandið eitt og sér skal senda innan tveggja daga á netfangið:
bestjobontheplanet@thirdhome.com

Hafið hraðar hendur því umsóknir verða ekki teknar til umfjöllunar berist þær eftir 30. maí!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af