fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Björguðu bænir þjóðinni í kjölfar hrunsins? Ragnar segir svo vera – „Allt þetta hefur gengið eftir“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. október 2018 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ársbyrjun 2008 barst íslenskum kaupsýslumanni ábending frá Maríusystrum, sem eru kristin systraregla, í Darmstadt í Þýsklandi um að hinn þjóðkunni svissneski bæna- og trúmaður Willy Oehninger vildi vara við að mjög erfiðir tímar væru framundan á Íslandi og miklar fyrirbænir þyrfti til að koma í veg fyrir að illa færi.

Það var á bænastund í byrjun árs 2008 sem Willy fékk skýra vitrun, einhverskonar sýn, af dimmum óveðursskýjum sem hrönnuðust upp yfir Íslandi. Það var síðan í maí sem Ómar Kristjánsson, kaupsýslumaður, hitti Willy. Hvatti Willy Ómar til að kalla saman forsvarsfólk kristinna safnaða og félaga á Íslandi til að biðja fyrir þjóðinni svo ekki færi allt á versta veg.

Frá þessu segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kristniboðasambandsins í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar rifjar Ragnar upp að nú eru 10 ár liðin frá hruninu og frægri bæn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, sem lauk sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar með orðunum: „Guð blessi Ísland.“

Ragnar segir að upp úr miðjum ágúst 2008 hafi um 30 manns komið saman vikulega til að biðja fyrir ástandinu hér á landi til að fylgja eftir sýn Willys. Eftir fimm slíkar bænastundir var ákveðið að halda áfram að hittast vikulega þar sem ýmis merki um erfiða tíma í fjármálum þjóðarinnar hafi verið farin að sjást síðari hluta september.

„Með þessum spámannlegu orðum, sem fylgdu sýn Willys, fylgdi tilvísun í spádómsbók Jesaja, 60. kafla. Þar er m.a. talað um að „myrkur grúfi yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum“ en einnig um að „ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér“. Og þó svo þessi orð hafi verið töluð til Ísraelsmanna á sínum tíma tengdi Willy þau Íslandi og framtíð þjóðarinnar.“

Segir Ragnar um sýn Willy og hvernig hann tengdi þau Íslandi.

Hittast enn vikulega til að biðja saman

Ragnar segir að bænahópurinn komi enn saman og hafi því staðið saman að bænum í 10 ár og að síðastliðinn vetur hafi þess verið minnst:

„Tíu ára starfs hópsins var minnst sl vetur og þar rifjuð upp fyrrnefnd orð úr spádómsbók Jesaja, einnig orð úr sama kafla þar sem stendur að „til þín hverfur auður hafsins og auðæfi þjóða berast þér“ og talað um þá sem koma svífandi sem ský og skip sem flytji fólk og fjármuni til landsins. Eftir því sem tíminn leið hefur þetta komið í ljós, aflaheimildir hafa aukist á heildina litið, auður hafsins farið vaxandi, auðurinn streymt frá þjóðum heims vegna allra ferðamannanna sem hingað hafa komið og koma enn. Allt þetta hefur gengið eftir.“

Segir Ragnar og bætir við:

„Í huga okkar sem höfum beðið og fylgst með þróuninni er ekki vafi að bæn forsætisráðherra, sem sumir gantast með og hæðast að, en við önnur höfum tekið undir, hefur verið svarað m.a. með þessum hætti. Við hefðum getað farið miklu verr út úr hruninu. Meira að segja gosið í Eyjafjallajökli sem olli usla var einnig frábær auglýsing fyrir landið á þessum tíma og laðaði hingað þúsundir ferðamanna.“

Ragnar lýkur síðan grein sinni á segja að Guð hafi blessað Ísland, sumt sé hægt að útskýra en annað sé erfiðara að útskýra:

„Síðan má ræða og deila um ágæti ferðamanna, fjölda þeirra, aðgangsstýringu og fleira tengt ferðamennskunni sem enginn var undirbúinn fyrir. Sama er að segja um allt sem að er í íslensku samfélagi og ekki verður talið upp hér. En Guð hefur blessað Ísland, þó svo vissulega hafi hann gert það bæði með ýmsu sem má útskýra og öðru sem ekki verður auðveldlega útskýrt. En það er ekki auðséð með augum þeirra sem ekki trúa, en augljóst þeim sem hafa beðið og trúað. Oftar en ekki notar Guð fólk til að blessa annað fólk. Guð blessi Ísland áfram um ókomin ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“