Klukkan 00:20 var maður handtekinn eftir að hann veittist að dyraverði skemmtistaðar með hnefahöggi. Hann var látinn laus eftir yfirheyrslu á Hverfisgötu.
Töluvert var um áfengis og fíkniefnaakstur í gærkvöldi og nótt og stöðvaði lögreglan marga bíla víða í Reykjavík, Kópavogi og Mosfellsbæ.
Klukkan 23:00 var ökumaður tekinn við Kringluna og fundust á bæði honum og farþega lítilræði af fíkniefnum.
Laust yfir miðnætti var tilkynnt um hugsanlegan ölvunarakstur í miðbænum en þegar lögreglan kom að var bifreiðin mannlaus. Tveir aðilar fundust skammt frá og voru færðir á lögreglustöðina til blóðtöku og yfirheyrslu.