fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Heiðrún varð fyrir fólskulegri líkamsárás um hábjartan dag í gær: „Ég þori ekki að vera ein á gangi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var að ganga niður Vegmúla og þessi maður kemur eftir Suðurlandsbrautinni í vesturátt. Hann tekur tilhlaup, sparkar í mig og strunsaði síðan burtu. Ég öskraði á hann: „Hvað er að þér?!“ Hann leit á mig eins og ég væri fáviti,“ segir Heiðrún Líf Reynisdóttir, sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í hádeginu í gær. Lögreglan gaf út tilkynningu um málið til fjölmiðla í gær. Skömmu eftir atvikið og ekki langt frá varð önnur kona fyrir líkamsárás en sjónarvottar voru að þeirri árás eins og kom fram í frétt DV í gær.

Heiðrún telur líklegt að sami maðurinn hafi verið að verki enda stefndi árásarmaðurinn í áttina að vettvangi hinnar árásarinnar eftir að hann hafði sparkað í Heiðrúnu. Lögreglan handtók mann vegna málsins í gær og gat hún gefið lögreglu góða lýsingu á honum:

„Hann hefur líklega verið á milli fertugs og fimmtugs. Hann var sköllóttur með beint nef, í ljósbrúnum skinnjakka. Hann var í hvítum skóm og einhvers konar fótboltatreyju. Þessi lýsing passar við lýsinguna á manninum sem lögreglan handtók í gær en hann segist ekkert kannast við þetta og neitar að vera sá seki.“

Maðurinn sagði ekkert við Heiðrúnu, reyndi ekki að ná taki á henni og reyndi ekki að ræna hana.

Heiðrún hefur ekki verið boðuð í sakbendingu vegna málsins en óskar að svo verði: „Ég vil mjög gjarnan bera kennsl á hann því ég myndi þekkja hann í sjón aftur.“

„Ég var bara á leiðinni úr skólanum“

Heiðrún vonast eftir því að vitni gefi sig fram en er samt ekki viss um að einhver hafi séð þetta. „Það eru runnar þarna í kring og svo var þetta rétt fyrir húshorn.“

Heiðrún segir ótrúlegt að verða fyrir tilefnislausri árás um miðjan dag í Reykjavík. „Ég var bara á leiðinni úr skólanum með skólatösku,“ segir hún en hún stundar nám í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Heiðrún er fædd árið 1998.

„Ég var í myndatöku áðan, ég er bólgin á fætinum og það er mjög óþægilegt að ganga,“ segir Heiðrún en telur andlegu eftirköstin af árásinni verða varanlegri:

„Ég þori ekki að vera ein á gangi næstu vikurnar,“ segir hún. Hún vonar innilega að maðurinn náist og hljóti dóm: „Ég vona innilega að þessi náungi fari bak við lás og slá. Svona maður á ekki að ganga laus.“

Þeir sem gætu gefið upplýsingar um árásina eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið 0725@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“