fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fréttir

Gekk í skrokk á starfsmanni Matvælastofnunar: Málið kært til lögreglu

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 1. febrúar 2019 08:40

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkamsárás sem starfsmaður Matvælastofnunar varð fyrir í eftirliti hefur verið kærð til lögreglu. Við komu á eftirlitsstað hrinti viðkomandi aðili starfsmanni stofnunarinnar og barði í höfuð og herðar með plastíláti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

„Matvælastofnun hefur ítrekað haft afskipti af hundahaldi mannsins, en tilefni heimsóknar var hins vegar eftirlit með nágrönnum hans. Tveir aðrir starfsmenn stofnunarinnar voru viðstaddir árásina ásamt lögreglumanni sem var með í för vegna fyrri reynslu stofnunarinnar af viðkomandi aðila. Gripu þeir inn í atburðarás og voru meiðsli eftirlitsmanns stofnunarinnar ekki alvarleg.“

Bent er á að í almennum hegningarlögum segi að hver sá sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfs skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Jafnframt segir að beita megi sektum ef brot er smáfellt.

„Allt ofbeldi eða hótanir um ofbeldi í garð starfsmanna Matvælastofnunar verður kært til lögreglu,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ferðamaðurinn sem veiktist við Hrafntinnusker látinn

Ferðamaðurinn sem veiktist við Hrafntinnusker látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“
Fréttir
Í gær

Hátt verð fyrir hótelgistingu á Suðausturlandi vekur reiði – „Þetta er orðin ógeðsleg menning“

Hátt verð fyrir hótelgistingu á Suðausturlandi vekur reiði – „Þetta er orðin ógeðsleg menning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvartaði undan erlendum ferðamönnum á tjaldsvæðum og fékk hvasst svar – „Að lesa þetta er kostulegt“

Kvartaði undan erlendum ferðamönnum á tjaldsvæðum og fékk hvasst svar – „Að lesa þetta er kostulegt“