fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Bóndi á Vestfjörðum vann 22 milljónir örfáum dögum fyrir jól

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjón af Vestfjörðum sem hlautu 2. vinning í Vikinglotto ásamt tveimur Dönum þann 19. desember síðastliðinn heimsóttu nýverið skrifstofu Íslenskrar getspár með vinningsmiðann góða sem færði þeim vinning upp á tæpar 22 milljónir.

Í tilkynningu frá Getspá kemur fram að bóndinn hafi keypt miðann hjá N1 á Þingeyri en þangað lá leið hans fyrst og fremst til að kaupa mjólk í kaffið. „Þegar á staðinn var komið ákvað hann að grípa með sér 10 raða sjálfvalsmiða og það reyndist verða hinn mesti happafengur því miðinn færði þeim rétt tæplega 22 skattfrjálsar milljónir í vinning.  Það má því með sanni segja að það hafi verið heppilegt að heimilið hafi verið mjólkurlaust.“

Í tilkynningunni segir að vinningurinn komi sér aldeilis vel því hjónin voru farin að huga að endurbótum á heimilinu.

„Starfsfólk Íslenskrar getspár óskar hjónunum innilega til hamingju með þennan glæsilega vinning.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari