Vinnumálastofnun var lokað í morgun eftir að þangað barst hótun. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að málið hafi verið tilkynnt til lögreglu í kjölfarið. Hefur lögregla upplýsingar um þann sem stendur að baki hótuninni.
„Viðkomandi er staddur erlendis og er málið unnið í samvinnu við þarlend lögregluyfirvöld. Búist er við að starfsemi Vinnumálastofnunar komist fljótlega í eðlilegt horf og lokuninni verði aflétt,“ segir í tilkynningunni.