Fylgifiskur gleðinnar um áramótin er jafnan mikil mengun í kringum flugeldana sem landsmenn skjóta upp. Þó að mengun hafi verið mun minni nú en um áramótin 2017/18 var hún þó talsverð eins og meðfylgjandi mynd frá Umhverfisstofnun ber með sér.
Í tilkynningu sem stofnunin sendi frá sér kemur fram að Umhverfisstofnun hafi staðið fyrir sýnasöfnun undanfarna daga á mælistöðinni á Grensás og er óhætt að segja að sláandi munur sé á filternum sem notaður er.
„Lengst til vinstri er ónotaður filter, sá í miðjunni er dagurinn fyrir áramótin og lengst til hægri er áramótafilterinn. Mynd segir meira en mörg orð. Þetta er það sem við öndum að okkur um áramótin.“