Almennt staðgreiðslugjald í strætisvagna hækkaði í dag upp í 470 krónur úr 440 krónum. Gildir það verð bæði um staðgreitt gjald og far keypt í strætó-appinu. Fjargjaldið hefur verið hækkað um áramót undanfarin ár. Fargjaldahækkunin í heild er upp á 3,9%. Stefnt er að því að fargjöld standi undir 40% af rekstrarkostnaði Strætó en í dag standa þau undir 30% af rekstrarkostnaði.
Tilkynningu um hækkunina er að finna hér.
Hér er hins vegar að finna nýja gjaldskrá Strætó. 20 miða farmiðaspjald kostar nú 9.100 sem þýðir 455 kr. á hvern farmiða. Stök fargjöld fyrir börn, aldraða og öryrkja eru 235 krónur og fargjald með næturvagni er 940 krónur.