Ísafoldarprentsmiðja hefur sagt upp átta af rúmlega sextíu starfsmönnum. Framkvæmdastjóri segir ástæðuna vera hagræðingaraðgerðir hjá fyrirtækinu.
Stundin greinir frá. Fram kemur að þeir starfsmenn sem fengu uppsagnarbréf vinni flestir í blaðaprentunardeild.
Kristþór Gunnarsson framkvæmdastjóri Ísafoldarprentsmiðju segir óvíst að um endanlega uppsögn sé að ræða og vonast sé til að hægt verði að endurráða starfsfólkið. Hann neitar því að aðgerðirnir tengist samdrætti í viðskiptum fyrirtækisins en Fréttablaðið er stærsti viðskipavinur prentsmiðjunnar.