fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

SÝKNUÐ

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 27. september 2018 14:01

Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

https://www.facebook.com/www.dv.is/videos/257525884949840/

Allir sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hafa verið sýknuð í Hæstaréttir. Dómurinn var kveðinn upp nú rétt í þessu í endurupptökumáli stærsta sakamáls á Íslandi, Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Bæði verjendur og saksóknari kröfðust sýknu.

Stærsta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar

Guðmundur Einarsson hvarf í janúar 1974. Geirfinnur Einarsson hvarf í nóvember 1974. Ekki er vitað hvort þeir hafi þekkst eða yfirleitt vitað af tilvist hvors annars. Þeir hafa aldrei fundist.

Sævar Ciesielski og Erla Bolladóttir voru handtekin síðla árs 1975 vegna Póstsvikamálsins svokallaða. Þann 21. Desember hófust svo yfirheyrslur yfir Sævari vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins.  Fleiri blönduðust inn í málið, Kristján Viðar Viðarsson, Tryggvi Rúnar Leifsson, Albert Klahn Skaftason og Guðjón Skarphéðinsson. Alls sátu sexmenningarnir í 6.146 dag­a í einangrun á meðan málið var rannsakað. Málið var mikið í umræðunni á áttunda áratug síðustu aldar og kepptust dagblöð við að flytja fréttir af málinu. Rataði það inn á Alþingi og var mikill þrýstingur á lögreglu að leysa málið, var meðal annars fenginn þýskur lögreglumaður til landsins til að hjálpa til við að leysa málið, þ.e.a.s. fá ungmennin til að játa að hafa orðið Guðmundi og Geirfinni að bana.

Dómur féll upprunalega árið 1980 þar sem ungmennin voru fundin sek og dæmd til fangelsisvistar. Sævar í 17 ár, hann lauk afplánun í apríl 1984. Kristján Viðar í 16 ár, hann lauk afplánun í júní 1983. Tryggvi Rúnar var dæmdur í 13 ára fangelsi, honum var sleppt í desember 1981. Guðjón í 10 ára fangelsi, honum var sleppt í október 1981. Erla var dæmd í 3 ára fangelsi, sleppt í ágúst 1981. Albert Klahn var dæmdur í 1 árs fangelsi, honum var sleppt í mars 1981.

Sævar Ciesielski.

Síðan þá hefur verið löng vegferð að fá málið endurupptekið þar sem dæmt var út frá játningum án atvikalýsingu, játningar sem voru dregnar til baka. Í niðurstöðu starfshóps frá árinu 2013 um málið kom fram að það sé hafið yfir allan vafa að játningarnar voru óáreiðanlegar og beri þess merki að ungmennin hafi ekki ráðið við þrýsting rannsakenda sem hafi verið búnir að ákveða að ungmennin væru sek.

Sævar barðist lengi fyrir því að fá málið endurupptekið. Hann lést í júlí 2011.

Málflutningur hófst í Hæstarétti fyrir tveimur vikum og tók tvo daga. Í málflutningnum gerðu verjendur sakborninga alvarlegar athugasemdir við það harðræði sem sakborningar í málinu sættu. Eins og áður segir kröfðust verjendur allra sakborninga sem fengu heimild til endurupptöku á málinu, sem og settur saksóknari, sýknu í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum
SÝKNUÐ

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur