Það verða rauð jól víða á landinu ef marka má spá Veðurstofunnar fyrir jólahátíðina sem senn gengur í garð. Á aðfangadag og jóladag verður hiti til dæmis vel yfir frostmarki.
Á Þorláksmessu verður hæg breytileg átt, þurrt og hiti nálægt frostmarki. Um kvöldið fer veður hlýnandi, vestast á landinu verður suðvestan 8-13 metrar á sekúndu með slyddu.
Á aðfangadag jóla verður suðvestanátt og rigning en þurrt að kalla á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður 2-7 stig.
Á jóladag verður svipað uppi á teningnum; suðlæg átt með rigningu sunnan- og vestanlands en úrkomulítið annars staðar. Hiti breytist lítið.