fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Sigrún ítrekar ásakanir sínar: Óeðlileg kynferðisleg samskipti, rosalega mikið einelti og andlegt ofbeldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. desember 2018 21:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Helga Lund, prófessor við HÍ sem sagði upp starfi sínu í dag og sakaði yfir mann sinn, Sigurð Yngva Kristinsson, um kynferðislega áreitni, einelti og andlegt ofbeldi, ítrekaði ásakanir sínar í viðtali við Stöð 2 í kvöld. Segir hún jafnframt að háskólarektor hafi brugðist sér með aðgerðaleysi í málinu. Sigrún lýsir framkomu Sigurðar í sinn garð svona: „Óeðlileg kynferðisleg samskipti, rosalega mikið einelti og andlegt ofbeldi.“

Sigrún segist fyrst hafa kvartað undan framkomu yfirmanns síns sumarið 2016. Ekki hafi verið brugðist við kvörtuninni, ástandið hafi versnað. Sigurður vék Sigrúnu síðan úr rannsóknarhópi sínum.

Sigrún kærði Sigurð síðan til siðanefndar HÍ sem fann hann sekan í tilteknum ákæruliðum en ekki í öðrum. Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur opinberlega.

Sigurður Yngvi hafnaði ásökunum Sigrúnar í dag í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.

Sjá nánar á Vísir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?