fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Grunaður innbrotsþjófur handtekinn – Ökumaður reyndi að hlaupa frá lögreglumönnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. desember 2018 06:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir miðnætti var maður handtekinn í miðborginni grunaður um innbrot í bifreiðar. Hann var vistaður í fangageymslu. Um klukkan tvö í nótt reyndi ökumaður að hlaupa frá lögreglumönnum eftir að akstur hans hafði verið stöðvaður. Hann náðist fljótt. Hann er grunaður um ölvun við akstur, vanrækslu á merkjagjöf og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.

Um klukkan hálf tíu í gærkvöldi var maður kýldur á bar í Mosfellsbæ og missti meðvitund. Hann skarst við eyra. Hann var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglan kom.

Á sjöunda tímanum í gær var ofurölvi maður handtekinn í miðborginni. Hann var vistaður í fangaklefa. Á öðrum tímanum í nótt var akstur 18 ára stúlku stöðvaður í miðborginni en stúlkan hefur aldrei öðlast ökuréttindi.

Á öðrum tímanum í nótt var ökumaður kærður fyrir að aka gegn rauðu ljósi í Hafnarfirði, hann er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Skömmu fyrir miðnætti var ökumaður handtekinn í Breiðholti en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og að hafa ekið sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Andstæðingar sjókvíaeldis kærðu töf á vinnslu umsóknar um rekstrarleyfi

Andstæðingar sjókvíaeldis kærðu töf á vinnslu umsóknar um rekstrarleyfi