fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Gripinn með 50 fölsuð strætókort: Fullt verð á einu korti er 64 þúsund krónur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. desember 2018 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum handtóku í fyrrinótt karlmann sem var að koma með flugi frá Varsjá og færðu hann á lögreglustöð. Í fórum sínum hafði hann 50 íslensk níu mánaða strætókort að verðmæti ríflega þrem milljónum króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér. Þar kemur fram að tollverðir hafi stöðvað manninn við komuna hingað. Leikur grunur á að kortin hafi verið fölsuð erlendis og ætluð til sölu hér á landi í ágóðaskyni. Lögregla haldlagði þau, svo og umslög sem þau fundust í og farsíma umrædds aðila.

Samkvæmt verðskrá Strætó er fullt verð á níu mánaða korti 63.900 krónur. Samkvæmt því hefði maðurinn, eða þeir sem stóðu að innflutningnum, getað fengið nærri 3,2 milljónir króna fyrir þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“