fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Alþjóðlegur fríhafnarræningi tekinn með græna úlpu í flugrútunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 17:47

Lögreglan á Suðurnesjum við störf sín - myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem stundað hefur að ræna fríhafnir í Evrópu, þ.e. Þýskalandi, Finnlandi og Írlandi – heiðraði nú Flugstöð Leifs Eiríkssonar með starfsemi sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Tilkynnt var um að maðurinn hefði rænt grænni úlpu úr einni af verslununum í flugstöðinni. Leit hófst að manninum í flugstöðinni en síðan fréttist af því að hann hefði keypt sér rútumiða og náði lögregla honum í flugrútunni. Tilkynningin er svohljóðandi:

„Lögreglumenn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum höfðu um helgina hendur í hári erlends karlmann sem hefur farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnlandi og Írlandi og nú síðast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Tilkynning hafði borist um að maðurinn hefði stolið dýrri grænni úlpu í verslun í FLE. Lögreglumenn hófu þegar leit í flugstöðinni en lögð var sérstök áhersla á að finna viðkomandi vegna fjölda þjófnaðarmála sem upp hafa komið á árinu og virðast vera skipulögð glæpastarfsemi. Sú leit bar ekki árangur en lögreglan hafði spurnir af manni sem lýsingin gat átt við og hafði sá keypt sér rútumiða. Skömmu síðar stöðvuðu lögreglumenn rútu  á Reykjanesbraut og þar sat sá grunaði  með úlpuna, sem verðmiðinn var enn á, sér við hlið. Í  farangri sem hann hafði meðferðis var meint þýfi sem einnig kom úr fríhafnarverslunum í FLE. Var þar um að ræða fatnað og snyrtivörur sem enn voru í umbúðunum. Verðmæti varningsins nam 240 þúsund krónum.

  Maðurinn hefur verið handtekinn í þremur ofangreindu löndunum fyrir sömu iðju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin