Á tíunda tímanum í gærkvöldi var maður, í annarlegu ástandi, handtekinn í verslun í miðborginni en hann hafði í hótunum við fólk þar. Hann var vistaður í fangageymslu.
Um klukkan tvö í nótt var lögreglan kvödd að hóteli í miðborginni vegna konu í annarlegu ástandi. Henni hafði verið vísað út úr afgreiðslu hótelsins vegna ástands hennar. Þetta var hún ósátt við og réðst á starfsmann og beit hann í fót þannig að úr blæddi. Konan var handtekin og vistuð í fangageymslu.
Um klukkan hálf sjö í gærkvöldi varð umferðaróhapp í Grafarvogi, enginn meiddist en annar ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.
Einn ökumaður var handtekinn í nótt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.