fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Tveir menn með hnífa hótuðu starfsfólki hótels – Kona beit hótelstarfsmann í fótinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. desember 2018 06:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu eftir miðnætti var óskað eftir aðstoð lögreglunnar að hóteli í hverfi 105. Þar hafði maður í hótunum við starfsfólk og var með hníf. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann hefur í hótunum við starfsfólkið. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þegar starfsfólk hótelsins var að vísa öðrum manni út af því, fyrir að hafa verið að áreita starfsfólk, dró hann hníf upp úr vasa sínum. Hann var einnig handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var maður, í annarlegu ástandi, handtekinn í verslun í miðborginni en hann hafði í hótunum við fólk þar. Hann var vistaður í fangageymslu.

Um klukkan tvö í nótt var lögreglan kvödd að hóteli í miðborginni vegna konu í annarlegu ástandi. Henni hafði verið vísað út úr afgreiðslu hótelsins vegna ástands hennar. Þetta var hún ósátt við og réðst á starfsmann og beit hann í fót þannig að úr blæddi. Konan var handtekin og vistuð í fangageymslu.

Um klukkan hálf sjö í gærkvöldi varð umferðaróhapp í Grafarvogi, enginn meiddist en annar ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu