fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Stórfurðulegt mál á Ísafirði: Michael segist ekki hafa verið með sjálfum sér og rankaði við sér úti á hafi

Auður Ösp
Fimmtudaginn 13. desember 2018 14:10

Ísafjörður. Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur karlmaður, Michael Ziese, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í október síðastliðnum stolið seglskútu sem lá bundin við bryggju í Ísafjarðarhöfn.

Málið er allt hið furðulegasta meðal annars vegna þess að Ziese hafði afnot af eigin skútu á Ísfirði en hann fékk hugboð um það að fara á annarri skútu en sinni eigin. Hann segist hafa svo rankað við sér tveimur tímum síðar á hafi úti. Fyrir dómi neitaði hann að hafa ætlað að selja eða gefa skútuna og sagðist ekki vera glæpamaður heldur „ævintýramaður sem lifði fyrir siglingar.“

Fram kemur í ákæru að brotið hafi átt sér stað að kvöldi 13.október síðastliðinn en skútan sem um ræðir af gerðinni INOOK og að verðmæti 750.000 evrur. Spennti Michael upp hurð í stýrisrými hennar með skrúfjárni og sigldi henni síðan út úr Ísafjarðarhöfn og norður Ísafjarðardjúp, vestur fyrir Vestfirði og suður fyrir Látrabjarg og fyrir Breiðafjörð uns áhöfn þyrlunnar TF-LIF varð hennar vör síðdegis daginn eftir. Var Michael þá fyrirskipað að sigla rakleiðist til hafnar á Rifi, þar sem hann var handtekinn. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hann hafa ætlað að sigla skútunni til Reykjavíkur. Rannsókn leiddi í ljós að Michael var eigandi annarrar skútu sem lá bundin við flotbryggju á Ísafirði, á sama svæði og skútan INOOK lá.

Engar sérstakar fyrirætlanir

Við skýrslutöku fyrir dómnum sagðist Michael hafa fengið þá hugmynd að sigla til Reykjavíkur á öðrum báti en sínum þetta kvöld og báturinn INOOK hefði orðið fyrir valinu þar sem það var eini báturinn sem var yfirgefinn og hann þekkti ekki eigandann.

Sagði hann að sér hefði liðið eins og hann hefði ekki verið með sjálfum sér þegar hann gerði þetta, en hefði, kannski tveimur tímum síðar, eins og vaknað til meðvitundar, en þá hefði hann ekkert getað gert. Hann hefði verið fastur á bátnum og hefði þurft að ljúka þessu. Sagðist hann hafa ætlað að dvelja í Reykjavík í nokkra daga og kynnast borginni, en hann hefði átt flugfar frá Íslandi í nóvember. Hann hefði því haft rúman tíma en engar sérstakar fyrirætlanir.

Eigandi skútunnar, sem var erlendis þegar skútunni var stolið, sagðist ekki þekkja Michael eða hafa átt í samskiptum við hann á Ísafirði. Hann hefði einu sinni orðið var við Michael á bát, nálægt Hornstöndum, en ekki verið í neinu sambandi við hann.

Michael viðurkenndi fyrir dómi og hjá lögreglu  að hafa tekið seglskútuna ófrjálsri hendi og jafnframt viðurkendi að hafa fært til aðra báta í Ísafjarðarhöfn þannig að hann mætti koma skútunni fram fyrir þær. Dómurinn taldi sannað að hann hefði tekið skútuna í heimildaleysi og siglt henni á brott en óljóst þótti hvort ásetningur hans hefði verið þjófnaður eða nytjastuldur.

„Einhvers konar ævintýramennska“

Fyrir dómnum neitaði Michael staðfastlega að hafa ætlað að slá eign sinni á skútuna og sömuleiðis neitaði hann að hafa átt sér vitorðsmann.  Hann gat hins vegar ekki skýrt hvað honum gekk til með verknaði sínum, öðruvísi en að um skyndihugdettu hafi verið að ræða og „einhvers konar ævintýramennska.“

Fram kemur í dómnum að engin gögn hafi verið lögð fram til sönnunar sem sýni fram á að Michael hafi ætlað að eigna sér skútuna, fyrir utan sms-skilaboð sem hann sendi unnustu sinni að morgni sunnudagsins 14. október, eftir að hann hafði tekið skútuna. Taldi dómurinn að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna nægilega að hann hefði haft ásetning til þjófnaðar þegar hann tók skútuna ófjálsri hendi.

Michael hefur ekki áður sætt refsingu en við mat á refsingu að þessu sinni var litið til þess að hann kaus að eigin sögn að halda siglingu sinni áfram eftir að hann áttaði sig á verknaði sínum.

Hins vegar leit dómurinn einnig til þess að hann gekkst við verknaði sínum og var samvinnuþýður meðan á rannsókn málsins stóð, auk þess sem óverulegt tjón hlaut af verknaði hans.

Dóm Héraðsdóms Vesturlands í heild sinni má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin