fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Anna María brotnaði saman á Þorláksmessu: „Þar sem ég sat við skrifborðið mitt byrjaði ég bara allt í einu að gráta“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 13. desember 2018 15:19

Anna María Þorvaldsdóttir. Ljósmynd/Heimasíða VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fjölskylda mín, vinir, læknir og samstarfsfélagar voru búin að vara mig við en ég áttaði mig ekki á einkennunum í aðdragandanum. Ég skildi ekki hvað þau voru að segja, það var jú bara mikið að gera hjá mér,“ segir Anna María Þorvaldsdóttir en hún er ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem upplifað hafa kulnun í starfi.  Saga Önnu Maríu birtist á vef VR.

Í desember árið 2016 var Anna María í stjórnunarstöðu hjá stóru fyrirtæki, rak heimili og annaðist veikan föður sinn auk sem hún var formaður í samtökunum ICF Iceland. Eins og svo margir Íslendingar var hún með óteljandi bolta á lofti og lagði sig fram við að standa sig vel á öllum vígstöðvum. Álagið var gríðarlegt og á endanum brotnaði Anna María algjörlega saman. Hún rifjar upp þennan örlagaríka Þorláksmessudag árið 2016:

„Ég vaknaði um morguninn og var tilfinningalega búin á því. Ég grét allan daginn og kom engu í verk. Ég hringdi í yfirmann minn og ætlaði ekki að geta komið upp orði fyrir gráti og ekka. Við vorum sammála um að ég tæki mér frí til áramóta að jafna mig á þessu.“

Það reyndist Önnu Maríu hins vegar erfitt að slíta sig frá skuldbindingum sínum og hún hélt því áfram að vinna, alveg þangað til í mars 2017.

„Dag einn þegar ég mætti í vinnuna og þar sem ég sat við skrifborðið mitt byrjaði ég bara allt í einu að gráta. Þá stóð ég upp og sagði við sjálfa mig, hingað og ekki lengra. Nú gerir þú eitthvað af alvöru í þínum málum.“

Anna María fór í kjölfarið í veikindaleyfi í þrjár vikur og sneri svo til baka í hálft starf. Hún segir bataferlið hafa verið virkilega erfitt fyrst um sinn en hún var ákveðin í því að ná heilsu á ný.

„Ég las allt á netinu sem ég kom höndum yfir um kulnun, kvíða og depurð. Skoðaði Youtube myndbönd um einkennin og birtingarmynd kulnunar. Reyndi að fá tíma hjá KMS en biðtíminn var of langur svo ég fékk mjög mikla hjálp frá heilsugæslulækni mínum og nánustu fjölskyldu og vinum. Ég skrifaði niður hvernig mér leið og keypti mér efni á netinu um hvernig hægt væri að sigrast á kulnum. Því sinnti ég alveg eins og eftir bókinni. Þessu til viðbótar var ég mjög dugleg að fara í gönguferðir og synda. Það hjálpaði á sinn hátt að vera ekki í vinnu, að þurfa ekki hafa neinar skuldbindingar.“

Hún vonast til þess að saga hennar geti orðið öðrum víti til varnaðar og bendir á að einkenni kulnunar séu mismunandi milli fólks. Hún hvetur fólk til að vera meðvitað um einkennin og leita sér hjálpar ef þörf er á.

„Allra mikilvægast er að hlusta á þá sem standa manni næst. Þau þekkja okkur og sjá breytinguna mun betur heldur en við sem erum í miðju hringiðunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu