fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

18 ára piltur dæmdur fyrir að bíta lögregluþjón

Auður Ösp
Mánudaginn 10. desember 2018 18:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

18 ára piltur hefur verið dæmdur í 30 skilorðsbundið daga fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni og vopnalagabrot. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag.

Fram kemur í dómnum að lögreglumenn hafi verið við eftirlit í borginni að kvöldi 19. ágúst á síðasta ári. Í Veltusundi hafi þeir komið auga á piltinn , en hann var eftirlýstur og hugðust þeir því handtaka hann.

Við það tók pilturinn á rás og lögreglumenn á eftir honum. Þeir náðu honum en í átökum beit hann í fingur þeirra beggja. Eftir að hann hafði verið færður í lögreglubifreið, sparkaði hann í annan lögreglumanninn. Við leit á honum fannst síðan hnífur með 10 cm löngu blaði.

Lögreglumaðurinn, sem varð fyrir sparkinu leitaði á slysadeild í kjölfarið en í læknisvottorði segir að við skoðun hafi ekki verið sjáanleg merki um áverka.

Við aðalmeðferð málsins játaði pilturinn að hafa sparkað í lögreglumann og játaði einnig vopnalagabrot. Hann neitaði hins vegar að hafa bitið lögreglumennina.

Þriðji lögreglumaðurinn var einnig á vettvangi þetta kvöld. Hann heyrði fyrstnefna lögreglumanninn kalla að pilturinn hefði bitið sig en sá það þó ekki. Hann sagðist hins vegar hafa séð piltinn bíta hinn síðarnefna, og fyrstnefni lögreglumaðurinn sá það sömuleiðis.

Pilturinn var því aðeins sakfelldur fyrir að hafa bitið lögreglumannin síðarnefnda en ekki hinn fyrstnefna þar sem það brot þótti ósannað.

Á sakavottorði piltsins eru tilgreind tvö brot sem ekki hafa áhrif á refsingu hans nú, enda framin og afgreidd áður en hann varð 18 ára.  Auk fangelsisrefsingarinnar er hnífur piltsins jafnframt gerður upptækur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Í gær

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu