fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Innbrotahrina í höfuðborginni: Mögulega erlendir glæpahópar að verki

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. desember 2018 14:31

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síðastliðnar tvær vikur hefur verið brotist inn í þrjú heimili á höfuðborgarsvæðinu, eitt í Mosfellsbæ og tvö í Grafarvogi. Farið var inn um glugga í eða við svefnherbergi, leitað að skartgripum og reiðufé að því er best verður séð og vettvangur svo yfirgefinn.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að aðferðinni sem beitt hefur verið svipi til þeirrar sem erlendir brotahópar hafa viðhaft hér á landi.

„Þeir hafa þá komið til landsins gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn, helst á þessum árstíma. Fara þeir þá inn í einbýlishús á jaðarsvæðum, hús sem eru við göngustíga til að mynda þar sem ekki sést til úr öðrum húsum. Gerendur eru karlmenn og gjarnan tveir saman. Þeir fremja brot sín á virkum dögum þegar líklegt er að enginn sé heima. Þeir eru fótgangandi, bera litla tösku eða bakpoka og nota jafnvel almenningssamgöngur, strætó, fremur en einkabíla.“

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að eitt þessara þriggja innbrota hafi verið framið í morgun. Íbúi kom að viðkomandi sem forðaði sér í kjölfarið. Hann sást illa og því engin lýsing á honum.

„Lögregla biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði af þessu tilefni, gæta að verðmætum, læsa vel húsum sínum og láta vita um grunsamlegar mannaferðir í síma 112. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum
Fréttir
Í gær

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“
Fréttir
Í gær

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Í gær

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar