fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Prentmet segir mikinn misskilning að ekki sé hægt að endurprenta jólabækur hérlendis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 1. desember 2018 13:23

Frá Prentmet

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna fréttaflutnings undanfarinna daga um að ekki sé hægt að endurprenta jólabækur hérlendis hefur Prentmet sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að fyrirtækið fullvinni allar tegundir bóka og sé að prenta íslenskar bækur fyrir jólin.

Í tilkynningunni segir:

„Vegna fréttaflutnings undanfarna daga vilja forráðamenn Prentmets leiðrétta þann misskilning að ekki sé hægt að endurprenta jólabækur hérlendis. Árið 2003 keypti Prentmet Félagsbókbandið Bókfell og samhliða því kom mikið af reynslumiklu starfsfólki til starfa hjá Prentmet.

Prentmet er í dag eina prentsmiðja landsins sem getur fullunnið harðspjaldabækur og getur framleitt allar gerðir bóka. Höfum í gegnum tíðina unnið með fremstu bókahönnuðum landsins í hefðbundinni og óhefðbundinni bókaframleiðslu.

Það er ósk okkar hjá Prentmet að fjölmiðlar leiðrétti þennan misskilning að ekki sé hægt að framleiða harðspjalda bækur á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu, beitingu 71. gr. og telur stjórnarflokkana hafa staðið sig betur

Meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu, beitingu 71. gr. og telur stjórnarflokkana hafa staðið sig betur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Litlu munaði að hnífaárás í Reykjanesbæ endaði með manndrápi – Maður í stjórnlausri neyslu réðist á fjölskylduföður

Litlu munaði að hnífaárás í Reykjanesbæ endaði með manndrápi – Maður í stjórnlausri neyslu réðist á fjölskylduföður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi