fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Flugþjónn hjá Icelandair sakaður um kynferðislega áreitni – „Hann hefur ekki áhuga á þér, hann hefur áhuga á karlmönnum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 1. desember 2018 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona kvartaði í vetur yfir meintri kynferðislegri áreitni af hendi flugþjóns í flugvél um borð í Icelandair. Konan sendi inn kvörtun til Icelandair vegna málsins en fékk þau svör að rannsókn væri lokið og ekki yrði aðhafst í málinu.

Morgunblaðið greinir frá þessu en sjá má kvörtun konunnar á vefsíðu Neytendasamtakanna FlyersRights.org.

Konan segist hafa verið snert á óviðeigandi hátt af karlkynsflugþjóni í flugi frá Íslandi til New York þann 8. janúar síðastliðinn. Hafi maðurinn starað á sig og snert á sér öxlina og handlegginn í hvert skipti sem hann talaði við sig. Hann hellti síðan fyrir slysni ávaxtasafa yfir konuna og baðst ekki afsökunar, að hennar sögn. Enn fremur segir konan að flugþjónninn hafi þrýst líkama sínum að hnjám hennar og mitti er hann teygði sig yfir hana til að taka upp blað sem fallið hafði á gólfið. „Ég sagði honum að hætta þessu en hann gerði það ekki. Mér fannst verulega brotið á mér og upplifði mig varnarlausa,“ segir konan í kvörtun sinni.

Áður en konan lagði inn formlega kvörtun tilkynnti hún um atvikið til Icelandair í gegnum Twitter. Þar svaraði yfirflugfreyja henni þess efnis að atvikið hefði ekki getað átt sér stað þar sem flugþjónninn væri samkynhneigður. Orðrétt var svar yfirflugfreyjunnar: „Hann hefur ekki áhuga á þér, hann hefur áhuga á karlmönnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“
Fréttir
Í gær

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Í gær

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans