fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Íslenskir strákar mega ekki heita Leonardo og stelpur mega ekki heita Gleymérei

Auður Ösp
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 14:03

Hollywood stjarnan Leonardo Dicaprio.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlkyns eiginnafnið Leonardo er á meðal þeirra nafna sem fengu höfnun á fundi Mannanafnanefndar þann 20.nóvember síðastliðinn. Í úrskurði nefndarinnar segir   meðal annars að íslensk karlmannsnöfn endi yfirleitt ekki á stafnum o. Nafnið geti ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, miðað við að eðlilegur íslenskur framburður nafnsins sé Leonardó.

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá bera átta drengir nafnið Leonardo í þjóðskrá sem uppfylla skilyrði ofangreindra vinnulagsreglna og er sá elsti þeirra fæddur 2001. Nafnið kemur ekki fyrir í manntölum frá 1703–1920.

Samkvæmt úrskurði Mannanafnanefndar er .ess vegna er ekki hægt að líta svo á að nafnið Leonardo hafi unnið sér hefð í íslensku máli samkvæmt lögum um mannanöfn.

Nefndin hafnaði einnig kvenkyns eiginnöfnunum Ladý, Myrká, Yrena og Gleymér ei.

Í úrskurði nefndarinnar segir að nafnið Gleymér ei sé dregið af nafni jurtarinnar gleymmérei. Rithátturinn sé þó ekki hinn sami þar sem eiginnafnið sé aðeins skrifað með einu m-i.

Nefndin samþykkti hins vegar karlkyns eiginnafnið Mortan en samkvæmt úrskurði nefndarinnar tekur nafnið íslenskri beygingu í eignarfalli, Mortans, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. greinar laga um mannanöfn.

Nefndin samþykkti sömuleiðis kvenkyns eiginafnið Reyla, af sömu ástæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru