fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Haukur stóð á nærbuxunum inni í stofu með hóp ferðamanna fyrir utan

Auður Ösp
Miðvikudaginn 17. október 2018 20:30

Haukur Sigurðsson, íbúi á Ísafirði. Ljósmynd/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir fréttamenn AP heimsóttu Ísafjörð á dögunum og fjölluðu um þá miklu aukningu sem orðið hefur á komu skemmtiferðaskipa þar um slóðir. Yfir hundrað skip komu í bæinn og til nágrannahafna síðastliðið sumar. Fram kom á vef Bæjarins Bestu á síðasta ári að fyrir áratug komu 24 skip til hafna Ísafjarðarbæjar. Sumarið 2016 voru skipakomurnar 82.

Fram kemur í umfjölun AP að þessi ævintýralega fjölgun geti í senn talist blessun og bölvun.

Rætt er við Guðmund Kristjánsson, hafnarstjóra á Ísafirði sem segir að fyrir 10 árum hafi í mesta lagi 12 skemmtiferðaskip komið í höfn í bænum. Nú er talan komin yfir hundrað og þegar er byrjað að taka niður bókanir fyrir næsta ár. Ófærð á veturna gerir það að verkum að í fjóra mánuði á ári að skipaumferðin takmarkast við fjóra mánuði á ári, og slíkt getur reynst bænum ofviða.

„Á hverjum morgni þegar bæjarbúar vakna og fara í vinnuna þá sjá þeir nýtt skip við bryggjuna. Einn þeirra sagði að skipin væru búin að breyta litla friðsæla heimabænum hans í „Manhattan eyju.“

Fram kemur að íbúar á Ísafirði hafi þurft að eiga við ágenga ferðamenn sem hafi verið á vappi við hús og garða í bænum.

Rætt er við Hauk Sigurðsson, íbúa í bænum. „Þegar ég bjó í gamla húsinu mínu þá kom það fyrir að ég vaknaði á morgnana og stóð inni í stofu á nærbuxunum, og þá voru ferðamenn fyrir utan að taka myndir.

„Þetta angrar mig ekki það mikið en ég myndi halda að einhverjum íbúum í bænum finnist þetta skrítið,“ segir Haukur en hann hefur nú þróað app fyrir snjallsíma sem ætlað er erlendum ferðamönnum sem koma í bæinn. „Ég er að vonast til þess að þeir fái þá einhverja tilfinningu fyrir því að þetta er alvöru samfélag sem býr hér, þetta er raunverulegur bær með fólki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”
Fréttir
Í gær

Hraunar yfir jólatónleika Emmsjé Gauta – „Dröslað á svið í færibandavinnu sem minnti á sláturhús“

Hraunar yfir jólatónleika Emmsjé Gauta – „Dröslað á svið í færibandavinnu sem minnti á sláturhús“