fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Ekki hægt að auka kaupmátt launþega í næstu kjarasamningum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. október 2018 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri kjötvinnslufyrirtækisins Norðlenska á Akureyri, segir að ekki verði hægt að auka kaupmátt launþega í næstu kjarasamningum. Þetta segir hann í kjölfar þess að Starfsgreinasambandið hefur kynnt kröfugerð sína fyrir næstu kjarasamninga þar sem meðal annars verður gerð krafa um að lægstu laun hækki í 425.000 krónur við lok samningstímans og að almennar hækkanir verði krónutöluhækkanir.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ágústi að ekki sé raunhæft að fyrirtæki hans geti staðið undir mikilli viðbótaraukningu á kaupmætti launþega í næstu kjarasamningum. Ef það gerist verði afleiðingarnar hugsanlega ekki góðar fyrir samfélagið.

„Störf gæti tapast þar sem of dýrt verði að framleiða vörur hér. „Launakostnaður er mjög hár í okkar geira og launahlutfallið hjá fyrirtæki eins og okkar sem á í samkeppni við erlenda vöru hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár. Nú er svo komið, og ég held það eigi við um mörg fyrirtæki, að samkeppnishæfnin hefur skerst mjög mikið og aukinn launakostnaður er stór þáttur í því sem hefur rýrt hana.“

Er haft eftir Ágústi sem segist vilja launþegum allt hið besta en hlutirnir þurfi að ganga upp:

„Fólk á að geta lifað mannsæmandi lífi af laununum sínum. Kaupmáttaraukningin hefur verið mjög mikil en að svo stöddu er ekki hægt að ganga lengra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“