fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Hrikaleg hópslagsmál eftir að Conor McGregor tapaði – Mike Tyson orðlaus – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. október 2018 09:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærsti UFC-bardagi sögunnar endaði á skelfilegan hátt þegar hópslagsmál brutust út eftir bardaga þeirra Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov.

Conor tapaði bardaganum þegar Rússinn Khabib náði uppgjafartaki í fjórðu lotu. Þegar ljóst var að Khabib hefði unnið bardagann byrjaði hann að hrauna yfir Conor og félaga hans. Khabib stökk svo út úr hringnum og réðst á Dillon Danis, liðsfélaga Conors. Annar úr hópi Rússans reyndi svo að slá til Conor McGregor.

Átján þúsund manns voru í T-Mobile höllinni til að fylgjast með bardaganum og voru lætin um tíma gríðarleg.

Bæði Khabib og Conor voru leiddir út úr höllinni og fékk Khabib ekki einu sinni afhent beltið fyrir sigurinn. Khabib átti að fá tvær milljónir dala fyrir bardagann en greiðslan hefur verið sett á frost meðan málið er skoðað. Þrír félagar Rússans voru handteknir eftir bardagann. Þeim var að vísu sleppt eftir að Conor sagði að hann myndi ekki kæra árásina.

Á blaðamannafundi eftir bardagann var Khabib fámáll en baðst þó afsökunar á hegðun sinni. Hann gagnrýndi Conor þó og sagði hann hafa sýnt af sér slæma hegðun í aðdraganda bardagans.

Dana White, forseti UFC, lýsti vonbrigðum sínum með uppákomuna. „Í átján ár hef ég unnið að því að koma þessari íþrótt á þann stað sem hún er á í dag. Þetta er mjög persónulegt, ég hef unnið að þessu svo lengi. Þetta er mjög svekkjandi.“

Mike Tyson, einn þekktasti hnefaleikakappi sögunnar, var hálf orðlaus eftir bardagann eins og sjá má í tísti hér að neðan.

Þetta var ekki eina uppákoman í höllinni í nótt því áður en bardaginn hófst brutust út slagsmál milli stuðningsmanna þeirra Conors og Khabib.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega