Suðurlandsvegur við Bláfjallaveg er lokaður í vestur vegna umferðarslyss. Samkvæmt Vísi var ekið aftan á lögreglubíl.
Fram kemur í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra að umferð verði beint inná Bláfjallaveg til Reykjavíkur. Umferð kemst austur en búast má við stuflun vegna umferðarstýringar og vinnu á vettvangi.
Fram kemur í frétt Vísis að tveir tækjabílar og fjórir sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang.
Umrætt slys átti sér stað þegar bíll ók aftan á lögreglubíl sem var kyrrstæður út í vegkanti. Annar bíll skemmdist einnig lítillega. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í kjölfarið.
Uppfært: Búið er að opna Suðurlandsveginn við Sandskeið að nýju fyrir umferð