fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fréttir

Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni

Auður Ösp
Laugardaginn 22. september 2018 15:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litháskur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni. Úrskurður féll í Héraðsdómi Reykjaness þann 6.september síðastliðinn.

Maðurinn var sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Fram kemur í ákæru að hafi hafa aðfaranótt mánudagsins 11. júní 2018 staðið að innflutningi á samtals 1.038,42 g af kókaíni, sem hafði 37 prósent styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Fíkniefnin flutti hann til Íslands sem farþegi með flugi EW-880 frá Köln í Þýskalandi til Keflavíkurflugvallar. Efnin voru falin innvortis í líkama hans.

Maðurinn játaði brot sín fyrir dómnum og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn flutto hingað til lands talsvert magn af kókaíni, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Játningin var þó talin honum til málsbóta. Þá leit dómurinn til þess að maðurinn kom einungis að flutningi efnanna til landsins en sá ekki um skipulagningu eða fjármögnun á innflutningum.

Við ákvörðun refsingar var einnig taka mið af styrkleika efnanna, en styrkleiki þess kókaíns sem maðurinn flutti til landsins var vægur, eða nærri þekktum neyslustyrk efnisins hér á landi.

Til frádráttar fangelsis refsingunni kemur gæsluvarðhald sem maðurinn sætti frá 11. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“