fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fréttir

Milljónatjón eftir óhapp hjá ótryggðum verktaka í Keflavík

Auður Ösp
Fimmtudaginn 20. september 2018 13:28

Keflavík. Ljósmynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tugir einstaklinga sitja nú uppi með fjártjón eftir málningarverktaki í Keflavík sprautaði óvart olíumálningu yfir tugi bifreiða. Umræddur verktaki starfaði án þess að hafa tryggingar sem bæta tjónið.

Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Verktakinn var að mála þak á hárri byggingu við Túngötu í Keflavík og notaðist við hvíta olíumálningu.  Notaðist hann við málningarsprautu en sama tíma og hann vann verkið var stíf norðanátt.

Fram kemur að málningin  hafi dreifst yfir stórt svæði í lögregluskýrslu segir að alls hafi 41 bifreið orðið fyrir málningarúða. Grunur leikur á enn fleiri bílar  hafi orðið fyrir tjóni þar sem sumir eigendanna leituðu beint til tryggingafélags án þess að tilkynna tjónið til lögreglu.

Sem fyrr segir var verktakinn ekki tryggður fyrir tjóninu og þurfa bíleigendurnir því sjálfir að standa straum af kostnaðinum sem fylgir því að massa lakk bílanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“