fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Bjarni vinnur á lager: „Það er ekki sjéns að kaupa íbúð á þessu kaupi sem ég fæ“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. september 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég bý í foreldrahúsum og það er ekki sjéns að kaupa íbúð á þessu kaupi sem ég fæ, ég get hvorki keypt né leigt á þessu kaupi,“ segir Bjarni Ingi Sigurgíslason.

Bjarni segir sögu sína í átakinu Fólkið í Eflingu. Á heimasíðu átaksins er bent á að í Eflingu séu um 27 þúsund félagar sem vinni mikilvæg störf í íslensku samfélagi en oft á lágum launum.

Ekki flókin vinna

„Ég hef verið hérna á lagernum í þrjú ár. Ég raða saman pöntunum og keyri um á litlum lyftara sem ég stend á. Ég er með handtölvu á hendinni sem segir hvert ég á að fara og hversu mikið ég raða á brettin af kútum, kippum, glösum og kaffi. Og svo gerir maður þetta aftur og aftur, klárar eina pöntun til þess að byrja á næstu, ekkert rosa flókin vinna,“ segir hann og bætir við að það hjálpi til að vera með ferðahátalara.

„Ég hlusta á Jim Jeffries Show og Bill Burr. Þegar ég kem heim þá langar mig oftast að sofa og eftir smá hvíld fer kerfið rólega aftur í gang.“

Betra en að vera á kassa

Bjarni segir að þetta sé góð vinna að því leyti að á staðnum vinna margir á hans aldri. „Ég er búinn að eignast marga góða vini, þetta eru strákar á mínum aldri, ekkert fjölskyldufólk. Hérna er líka visst frelsi, ef ég sef yfir mig þá get ég mætt seinna og unnið lengur. Þetta er betra en að vera á kassa, ég held að kaupið sé hærra hérna. En það myndi setja miklu meiri metnað í alla starfsmenn ef þeir fengju aðeins meiri laun. En það er ekki að fara að gerast. Ég bý í foreldrahúsum og það er ekki sjéns að kaupa íbúð á þessu kaupi sem ég fæ, ég get hvorki keypt né leigt á þessu kaupi. Ég gæti það hugsanlega með einhverjum öðrum.“

Bjarni segir að hann myndi ekki sjá framtíð á þessum tiltekna vinnustað. Hann kveðst hafa freistað þess að komast í skóla í haust en ekki komist inn. „Mig langar að taka rafvirkjann ef ég kemst að, annars klára ég kokkinn, er búinn með verklega hlutann en vantar bóklega. Ég verð að klára annaðhvort afþví að það er ekki hægt að lifa á Íslandi nema að læra eitthvað.“

Gagnrýnir „big boss“

Bjarni segir að til að byrja með hafi starfsmenn oft hist og djammað í boði fyrirtækisins. „Eftir að evrópska samsteypan tók við fyrirtækinu þá lagðist svoleiðis niður. Núna er meira um viðburði einsog fjölskyldudaga, grill og tjald útileigur sem hentar fólkinu á skrifstofunni. Ég er bara lítill maur hjá stóru fyrirtæki, enginn sér mig eða veit af mér. “Another brick in the wall”, segir hann og nefnir dæmi máli sínu til stuðnings:

„Big boss, kom upp að mér á þriðja vinnuárinu og spurði mig: „Ertu nýr?“ Ég svaraði: „Nei ég hef unnið hérna í tvö ár.“ „Ég hef aldrei séð þig!“ sagði hann og ég svaraði „Nú, ég hef talað við þig.“ Big Boss lætur alltaf einsog hann þekki alla svo reynist hann ekki taka eftir neinum. Þetta er svona stór fyrirtækja framkoman, “hérna eru allir vinir og hérna vinna allir saman”. En þetta er bara yfirskin. Þetta er að vera með grímu, betra að koma hreint fram: „Ég veit ekkert hver þú ert, kláraðu bara þína vinnu“ og svo geta þeir skutlað sér upp í Range Roverinn sinn. Það væri skárra þannig, þá þyrftum við ekki að díla við þessa stór fyrirtækja framkomu, afþví að það er ekkert að breytast þótt að við þykjumst öll vera vinir.“

Fleiri sögur má nálgast á heimasíðu Eflingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“