fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Ótrúlegur fundur undir kvikmyndahúsi á Ítalíu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. september 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafræðingar duttu heldur betur í lukkupottinn þegar vinna við niðurrif gamals kvikmyndahúss í ítölsku borginni Como hófust fyrir skemmstu.

Undir húsinu fundust nefnilega ævafornir gullpeningar sem metnir eru á hundruð milljóna, jafnvel einhverja milljarða, króna. Það var á miðvikudag í liðinni viku að peningarnir fundust en fornleifafræðingar telja að peningarnir séu frá sjöttu öld.

Fornleifafræðingar vinna nú að því að aldursgreina peningana og verður þeim komið fyrir á safni að þeirri vinnu lokinni. Endanlegt virði peninganna liggur ekki fyrir en Luca Rinaldi, fornleifafræðingur sem hefur skoðað peningana, segir ljóst að það hlaupi á milljónum evra.

Húsið sem um ræðir var reist árið 1870 og var það notað sem kvikmyndahús allt til ársins 1997. Til stóð að byggja lúxusíbúðir á svæðinu en hlé hefur verið gert á framkvæmdum uns búið verður að skoða það nánar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“