Upp úr klukkan 11 í dag voru björgunarsveitir í Eyjafirði boðaðar út vegna slasaðrar konu við Grenivík. Konan hafði slasast á fæti við göngu í fjalllendi rétt norðan við Grenivík. Björgunarsveitarfólk þurfti að búa um hana í börur og bera hana niður fjalllendi að sjúkrabíl. Rétt í þessu var konan komin um borð í sjúkrabíl sem flytur hann til aðhlynningar á Akureyri.