Klukkan hálf níu í morgun voru björgunarsveitir á Suðausturlandi kallaðar út vegna mótorhjólaslys. Slysið átti sér stað utan alfaraleiðar á slóða sem liggur að Ódáðavötnum, þar er nú mikil þoka og skyggni um 100 metrar.
Björgunarsveitin frá Djúpavogi fór á vettvang með lækni með sér í för sem hlúði að sjúklingnum. Hann er nú komin í sjúkrabíl og á leiðinni til byggða.