

Flugsýningin Reykjavík Airshow verður á laugardaginn næstkomandi á Reykjavíkurflugvelli. Í boði verður fjölbreytt dagskrá allan daginn og getur fólk meðal annars prófað að sitja í flugvélum ásamt því að horfa á flugvélar sýna listir sínar. Einnig verða drónar, þyrlur, fisvélar og margt fleira á sýningunni. Sýningin er opin öllum og kostar ekkert að mæta á hana.
Sýningin hefst klukkan 13:00 en svæðið opnar klukkan 12:00. Flugsýningin í Reykjavík er í eigu og rekin af Flugmálafélagi Íslands (FMÍ). Regnhlífarsamtök alls flugs á Íslandi með það að markmiði að styrkja, efla og kynna flug. FMÍ var stofnað 1936. Allar frekari upplýsingar má finna hér.