fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Vilhjálmur bendir á „hræsni dauðans“: Ber launaækkanir í Seðlabankanum saman við launahækkanir verkafólks

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. september 2018 14:39

Vilhjálmur Birgisson Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Svo koma þessir snillingar með tilkynningar um hvert svigrúmið eigi og megi vera að hámarki en fara síðan sjálfir ekkert eftir því og það nema síður sé. Þetta heitir á kjarnyrtri íslensku, hræsni dauðans!“

Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í pistli á Facebook-síðu sinni. VIlhjálmur hefur undanfarna daga tekið saman muninn á launum verkafólks í samanburði við aðra hópa, til dæmis forstjóra og þingmanna. Nú beinir Vilhjálmur sjónum sínum að annars vegar verkafólki og hins vegar starfsfólki Seðlabankans og ber saman launahækkanir þessara tveggja hópa frá 2011 til 2017.

Seðlabankinn segir til um svigrúm

„Eins og allir vita þá er það yfirleitt Seðlabankinn sem sendir skýr skilboð út hvert svigrúm til launahækkana er þegar kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði eru við það að losna,“ segir Vilhjálmur í pistlinum og spyr hvort Seðlabankinn skyldi sjálfur fara eftir eigin tillögum er lúta að svigrúmi til launahækkana.

„Svarið er nei, svo sannarlega ekki enda hafa ekki bara meðallaun starfsmanna Seðlabankans hækkað langt umfram lægstu taxta verkafólks heldur hafa laun Seðlabankastjóra gert það einnig eins og sjá má á þessu súluriti,“ segir hann og birtir myndina sem sést hér að neðan.

Hann heldur áfram:

„Ég skoðaði launahækkanir á almennum launataxta verkafólks, meðallauna starfsmanna Seðlabankans og Seðlabankastjóra frá árinu 2011 til ársloka 2017.

En þá kemur í ljós að launataxti almenns verkamanns hefur hækkað um 85.000 kr. á mánuði eða 48% meðallaun starfsmanna Seðlabankans hafa hækkað um 361.000 kr. á mánuði eða 59% og sjálfur Seðlabankastjóri hefur hækkað um 780.000 kr. á mánuði eða sem nemur 60%.“

Blekkingarmátturinn mikill

Munurinn í prósentum talið er talsverður og hann lítur út fyrir að vera enn meiri þegar um er að ræða háar fjárhæðir, þá skiptir hver króna máli. Vilhjálmur hefur gagnrýnt harðlega að notast sé við prósentuhækkanir í kjaraviðræðum. Hefur hann sagt að blekkingamáttur prósentuhækkana sé mikill.

Hann sagði við DV á mánudag: „Það dynur á okkur að kaupmáttur lægstu launa hafi hækkað, það hefur ómað í eyrum okkar að takist hafi að hækka lægstu laun sérstaklega umfram aðra hópa. Slíku er ekki til að dreifa en máttur blekkinga prósentuhækkana er gríðarlegur.“

85 þúsund krónur og 360 þúsund krónur

Bendir hann á í nýja pistlinum á að krónuækkun verkafólks á þessum árum, 2011 til 2017, sé tæpar 85 þúsund krónur en krónuhækkun starfsmanna Seðlababankans, það er meðallaun, er rúmar 360 þúsund krónur. Sjálfur Seðlabankastjóri hefur hækkað um 780 þúsund krónur.

„Það er ekki bara að starfsmenn Seðlabankans hafi hækkað um hundruð þúsunda meira í krónum talið á mánuði en launataxtar verkafólks heldur er hækkunin líka umtalsvert meiri í prósentum!

Svo koma þessir snillingar með tilkynningar um hvert svigrúmið eigi og megi vera að hámarki en fara síðan sjálfir ekkert eftir því og það nema síður sé. Þetta heitir á kjarnyrtri íslensku, hræsni dauðans!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haraldur Briem látinn
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Í gær

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl
Fréttir
Í gær

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum