fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Dæmdur fyrir að geyma amfetamín sem smyglað var til landsins

Auður Ösp
Þriðjudaginn 4. september 2018 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 27 ára karlmann í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu á fíkniefnum. Um var að ræða tæp 470 grömm af amfetamíni sem maðurinn geymdi fyrir einstakling sem skipulagt hafði smygl á efninu til Íslands. Umræddur skipuleggjandi var einnig ákærður vegna málsins en var ekki viðstaddur fyrirtöku þess.

Fram kemur í ákæru að skipuleggjandi smyglsins hafi skipulagt og fjármagnað innflutning á samtals 469,02 g af amfetamíni, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni hér á landi. Fékk hann nafngreindan aðila til að flytja fíkniefnin hingað til lands frá Belgíu, en sá einstaklingur kom með fíkniefnin falin innvortis og innanklæða sem farþegi með flugi WOW Air frá London þann 18. september 2014.

Þriðji aðilinn, sá sem hlaut ofangreindan dóm varslaði síðan fíkniefnin fyrir skipuleggjandann  og framvísaði þeim til lögreglu er hún hafði afskipti af honum. Hann var því ákærður fyrir að hafa fíkniefnin í fórum sínum.

Maðurin játaði sök í málinu. Fyrir dómnum krafðist maðurinn vægastu refsing sem lög leyfa og að gæsluvarðhaldsvist sem hann sætti frá 26. september 2014 til 2. október sama ár yrði dregin frá refsingunni að fullri dagatölu, kæmi til fullnustu hennar.

Mál var þingfest 28. febrúar síðastliðinn og sótti maðurinn það þing en meðákærði, skipuleggjandinn, ekki. Málið var næst tekið fyrir 17. þess mánaðar og mætti skipuleggjandinn ekki. Var þá ákveðið að kljúfa hans þátt frá málinu.

Við ákvörðun refsingar var það talið manninum til málsbóta að hann hefði játað brotið og sýnt samvinnu við rannsókn málsins. Þá var litið til þess að hans hlutverk í málinu var það að geyma fíkniefnin tímabundið. Einnig var horft til þess að meðferð málsins dróst töluvert fyrir útgáfu ákæru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita