fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Auglýsti herbergi til leigu á 160 þúsund á mánuði: „Bannað að reykja og freta“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 4. september 2018 15:00

Hér má sjá herbergið sem Bjarki auglýsti til leigu. Ljósmynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég setti þetta inn því ég er kominn með nóg af því hversu illa er farið með fólk sem þarf að leigja,“ segir Bjarki Dominic í samtali við DV en hann setti athyglisverða auglýsingu inn á facebookhópinn Leiga nú á dögunum.

„Daginn, er með þetta herbergi til leigu, laust frá 1. Okt.
Leiga pr mán 160þús.
Ekkert innifalið. Súrefni 700kr á dag.
Bannað að reykja og freta.“

 Þannig hljómaði auglýsing Bjarka. Viðbrögðin við færslunni hafa svo sannarlega ekki látið á sér standa og hafa  hátt í fimm hundruð manns hafa líkað við auglýsinguna.

Bjarki er sjálfur námsmaður og nýtir sér það að geta búið heima hjá foreldrum sínum á meðan hann er í skóla. Hann tekur undir með því að viðbrögðin við færslunni segi allt sem segja þarf að örvæntinguna sem ríkir á leigumarkaðnum þessa dagana.

Eins og ótrúlega það hljómar þá hafi nokkrir aðilar haft samband við hann eftir að auglýsingin birtist og lýst yfir áhuga á því að leigja herbergið.

„Það er í alvöru fólk sem er að spurja hvort ég vilji leigja þeim þetta herbergi. Tveir  buðu mér 140þúsund í staðinn fyrir 160 þúsund og síðan var einn sem spurði hvort ég gæti lækkað verðið aðeins fyrir hann. Ég sagði þeim strax að þetta væri grín.“

Flestir gera sér þó grein fyrir að um grín er að ræða og eru athugasemdirnar undir færslunni eftir því. Þannig spyr einn hvort leyfilegt sé að vera með gæludýr þar sem hann „sé með tvo hesta.“

„Hvað ætli sé hægt að stafla mörgum manns þarna inn lárétt?“ spyr annar og þá stingur einn upp á því að Bjarki taki sig til og leigi vistarverurnar út á Airbnb síðuna- sem tveggja manna herbergi á 60 þúsund nóttina.

Annar aðili bendir síðan á hversu lýsandi auglýsingin fyrir leigumarkaðinn á Íslandi í dag.

„Því miður er þetta ljóti sannleikurinn um leiguhúsnæði í dag. Satt að segja þá skammast ég mín að vera Íslendingur í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska