fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Hanna trúði ekki eigin augum þegar hún kíkti inn í eldhús í gærkvöldi – Sjáðu myndbandið

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 3. september 2018 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kippi mér nú ekki upp við þetta,“ segir Hanna Þórunn Axelsdóttir, íbúi í Hlíðunum, í samtali við DV. Hanna rak upp stór augu þegar henni var litið inn í eldhús hjá sér um níu leytið í gærkvöldi. Stór og myndarleg rotta hafði komið sér fyrir á eldhúsborðinu og var að gæða sér á afgöngum.

Framkvæmdir í nágrenninu

„Ég bý í kjallara og hún hefur líklega komið inn um eldhúsgluggann. Glugginn var opinn og hann snýr út á gangstétt,“ segir Hanna og bætir við að framkvæmdir hafi verið í nágrenninu upp á síðkastið og rottan líklega laumað sér inn í hlýjuna í leit að einhverju ætilegu.

Rottan, sem er stór og mikil eins og sést á meðfylgjandi myndbandi hér að neðan, gæddi sér á eðlu og virðist hafa kunnað vel við. Eðla, eins og yngri kynslóðin eflaust veit, samanstendur af salsasósu, rjómaosti og osti.

Líklega ennþá heima

„Þetta var um níu leytið en hún hefur örugglega komið inn um sex leytið,“ segir Hanna og bætir við að um það leyti hafi hún heyrt plastdall detta niður á gólfið í eldhúsinu. Hanna varð þó ekki vör við rottuna fyrr en hún kom að henni ofan í eldfasta mótinu.

Margir hefðu eflaust misst vitið af hræðslu við rottuna en Hanna sá enga ástæðu til að láta sér bregða sérstaklega.

„Hún er ennþá heima. Ég lokaði bara inn í eldhús og skildi gluggann eftir opinn. Í morgun hélt ég að hún væri farin en hún var það ekki,“ segir Hanna og bætir við að hún hafi gefið henni hangikjöt í þeirri von að hún héldi sig inni í eldhúsi. Ekki er hurð á eldhúsinu heldur staflaði Hanna einhverju lauslegu svo rottan kæmist ekki fram. Vonast hún til þess að það hafi borið árangur.

Fékk nafnið Ben

„Hún er hræddari við mig en ég við hana,“ segir Hanna og bætir við að lokum að hún hafi gefið rottunni nafnið Ben. Er það vísun í lag Michael Jackson úr samnefndri hryllingsmynd frá árinu 1972 um ungan pilt og gæludýrið hans, rottuna Ben.

Meindýraeyðir frá Reykjavíkurborg er svo væntanlegur í dag og fjarlægir rottuna – sé hún ekki búin að hafa sig á brott áður.

Myndbandið má sjá hér að neðan en athygli er vakin á því að það er ekki endilega fyrir viðkvæma:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Gummi Magg í Breiðablik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfelld líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi

Stórfelld líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sendir þjóðvarðliða inn í Washington DC og tekur yfir lögregluna

Trump sendir þjóðvarðliða inn í Washington DC og tekur yfir lögregluna