fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Þessi sími er til sölu á eBay og fólk er tilbúið að borga ansi mikið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á uppboðsvefnum eBay má finna allt milli himins og jarðar en eitt uppboð sem nú stendur yfir hefur vakið talsverða athygli. Um er að ræða uppboð á iPhone-snjallsíma sem er nokkuð merkilegur.

Um er að ræða frumgerð af fyrsta iPhone-símanum og er hann frá árinu 2006. Þessi tiltekni sími var ekki fjöldaframleiddur heldur handsmíðaður í Kaliforníu. Því er um að ræða býsna sjaldgæfan grip sem margir safnarar vilja komast yfir.

Nú þegar sjö dagar eru eftir af uppboðinu stendur hæsta boð í 36 þúsund Bandaríkjadölum, tæpum fjórum milljónum króna og þykir ekki ólíklegt að síminn muni seljast á mun hærri upphæð. Eins og sjá má stendur „Ver. 1.1.1“ aftan á símanum sem stendur fyrir að um sé að ræða allra fyrstu útgáfuna.

iPhone-símarnir hafa notið ótrúlegra vinsælda á undanförnum árum og hafa milljónir slíkra selst á síðastliðnum rúmum áratug.

Þó að síminn sé dýr er hann ekki búinn öllum þeim tækninýjungum sem snjallsímar dagsins í dag bjóða upp á – eðlilega kannski. Hann er þó búinn þráðlausu neti og myndavélin er tveggja megapixla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“