fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Mikill verðmunur á matvöru milli verslana: Neytendur geta sparað töluverðar fjárhæðir

Auður Ösp
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 16:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill verðmunur var í flestum tilfellum á matvöru milli verslana í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem gerð var 28. ágúst. Oftast var yfir 40 prósent verðmunur á hæsta og lægsta verði í könnuninni eða í 57 tilfellum af 107

Í 37 tilfellum af 107 var yfir 60 prósent verðmunur á hæsta og lægsta verði.

Iceland var oftast með hæsta verðið eða í 76 tilfellum af 107 en Bónus oftast með það lægsta eða í 69 tilfellum af 107. Lítill munur er á verði í Krónunni og Bónus.

22 króna verðmunur á vörukörfunni í Bónus og Krónunni Samanburður á vörukörfu sem inniheldur vörur sem voru til í öllum verslunum (nema Costco) sýnir 2.403 kr. eða 29% verðmun á milli verslana. Vörukarfan sem inniheldur vörur úr nokkrum vöruflokkum var ódýrust í Bónus, 8.210 kr. en dýrust í Iceland þar sem hún kostaði 10.612 kr.

Athygli vekur að einungis 27 króna munur er á þessari vörukörfu milli Bónus og Krónunnar og ef allur vörulistinn sem tekinn var fyrir í könnuninni er skoðaður má sjá að munurinn er oftast einungis nokkrar krónur og oft bara ein króna. Krónan er því með næst ódýrustu vörukörfuna í þessu dæmi, 8.236 kr. en Hagkaup með þá næst dýrustu, 9.469 krónur.

Neytendur geta því auðveldlega sparað sér töluverðar upphæðir með því að versla þar sem vöruverð er lágt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“