fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Mikill verðmunur á matvöru milli verslana: Neytendur geta sparað töluverðar fjárhæðir

Auður Ösp
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 16:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill verðmunur var í flestum tilfellum á matvöru milli verslana í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem gerð var 28. ágúst. Oftast var yfir 40 prósent verðmunur á hæsta og lægsta verði í könnuninni eða í 57 tilfellum af 107

Í 37 tilfellum af 107 var yfir 60 prósent verðmunur á hæsta og lægsta verði.

Iceland var oftast með hæsta verðið eða í 76 tilfellum af 107 en Bónus oftast með það lægsta eða í 69 tilfellum af 107. Lítill munur er á verði í Krónunni og Bónus.

22 króna verðmunur á vörukörfunni í Bónus og Krónunni Samanburður á vörukörfu sem inniheldur vörur sem voru til í öllum verslunum (nema Costco) sýnir 2.403 kr. eða 29% verðmun á milli verslana. Vörukarfan sem inniheldur vörur úr nokkrum vöruflokkum var ódýrust í Bónus, 8.210 kr. en dýrust í Iceland þar sem hún kostaði 10.612 kr.

Athygli vekur að einungis 27 króna munur er á þessari vörukörfu milli Bónus og Krónunnar og ef allur vörulistinn sem tekinn var fyrir í könnuninni er skoðaður má sjá að munurinn er oftast einungis nokkrar krónur og oft bara ein króna. Krónan er því með næst ódýrustu vörukörfuna í þessu dæmi, 8.236 kr. en Hagkaup með þá næst dýrustu, 9.469 krónur.

Neytendur geta því auðveldlega sparað sér töluverðar upphæðir með því að versla þar sem vöruverð er lágt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“