fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Skemmdarverk unnin á golfvelli og golfbílum GR í nótt: „Það er ekkert grín að lenda í svona“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. júlí 2018 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var farið inn í húsnæði hjá okkur þar sem við geymum meðal annars golfbíla og veitingabíl. Þeir bílar voru teknir ófrjálsri hendi og keyrðir um völlinn okkar að hluta. Farið inn á fyrstu flötina og keyrt þar á golfbíl og skemmdir unnar þannig meðal annars á brautum. Skemmdir voru unnar á þriðju braut einnig og 18. flöt. Þetta eru umtalsverðar skemmdir bæði á bílum og vellinum hjá okkur,“ segir Ómar Friðriksson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur. Einhverjir aðilar unnu skemmdarverk á golfvelli og tækjum klúbbsins í Grafarholti í nótt.

„Einn af bílunum er með ónýtt hús og brotið gler. Þrír bílanna eru enn gangfærir en mjög illa farnir,“ segir Ómar en miklar skemmdir voru unnar á fjórum bílum í eigu golfklúbbsins. Ómar segir ljóst af ummerkjunum að fleiri en einn maður hafi verið að verki. Hins vegar er honum hulin ráðgáta hvað mönnunum gekk til.

„Þetta er íþróttafélag og okkur munar um hverja krónu. Það er ekkert grín að lenda í svona og þetta er verulegt tjón sem við höfum orðið fyrir.“ Málið er nú í rannsókn lögreglu.

Meðfylgjandi myndir tók Ólafur Ágúst Pálsson, vélamaður hjá GR, af aðkomunni.

Þeir sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu eða við Ómar sjálfan í síma 660 2770.

„Ef menn hafa einhverjar upplýsingar sem gætu aðstoðað okkur við að finna sökudólgana þá myndi ég glaður þiggja þær með miklum þökkum,“ segir Ómar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli