fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Maður sóttur í Reykjadal

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 14. júlí 2018 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú fyrir stuttu vor björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út vegna göngumanns sem slasaði sig á gönguleiðinni í Reykjadal ofan Hveragerðis. Ekki er um alvarlega áverka að ræða en viðkomandi er þó ekki göngufær. Björgunarsveitarfólk er á leið á staðinn og mun búa um áverkann og bera viðkomandi til byggða.

Nokkuð hefur verið um útköll hjá björgunarsveitum síðasta sólarhringinn.

Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum sótti í gærkvöldi slasaðan göngumann í Geldingafellsskála  norðaustan við Vatnajökul. Ekki var um alvarlega áverka að ræða en viðkomandi þó ekki göngufær. Um talsverða vegalengd er að ræða og komu björgunarmenn því ekki með viðkomandi til byggða fyrr en snemma morguns.

Björgunarsveitin Þingey fór í gærkvöldi og aðstoðaði ferðalanga sem fest höfðu bíl sinn stutt frá Réttartorfu við Sprengisandsleið. Ekkert amaði að þeim en þeir voru inn í bílnum út í miðri á er björgunarmenn komu að þeim. Var bíllinn dregin upp úr ánni og á þurrt.

Björgunarsveitir á hálendisvakt hafa einnig síðasta sólarhringinn sinnt nokkrum ferðalöngum sem fest hafa bíla sína í straumvatni eða drullu. Rétt er að benda á að í rigningatíð geta ár breyst hratt og því ætíð betra að leita upplýsinga um aðstæður áður en lagt er af stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Enn hlýrra loft í kortunum í dag

Enn hlýrra loft í kortunum í dag