fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Ótrúleg tíðindi: Sumarið kemur (vonandi) í Reykjavík í næstu viku (í tvo daga)

Fókus
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 11:40

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eitthvað virðist þó hylla undir breytta tíma þegar helgin rennur sitt skeið. Langtímaspár eru a.m.k. að gera ráð fyrir að lægðabrautin verði sunnar í Atlantshafinu. Það myndi hafa í för með sér austlægar áttir og allt annað veðurfar. Betra veður fyrir sólarþyrsta íbúa á vestanverðu landinu, en síðra veður fyrir austan. Enn er þó nokkuð óljóst hvernig þetta mun allt saman spilast og því skal væntingum haldið í skefjum enn um sinn.“

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar er réttilega bent á að suðvestanáttin hafi verið þrálát það sem af er sumri og mun hún halda velli út vikuna hið minnsta, með vosbúð sunnan- og vestanlands en góðu veðri norðan- og austanlands, hlýindum og bjartviðri.

„Er spáin að minnsta kosti svohljóðandi fram á laugardag og óþarfi að hafa mörg orð um það mynstur, enda höfum fengið fjölmörg sýnidæmi að undanförnu.“

Samkvæmt langtímaspá norsku veðurstofunnar, á vefnum yr.no, má vissulega búast við bjartviðri í Reykjavík eftir helgi. Ef sú spá gengur eftir fer að létta til á sunnudagskvöld og á mánudag verður heiðskýrt og 12 stiga hiti. Á þriðjudag er gert ráð fyrir 14 stiga hita og sól – ekki ský á himni þann daginn.

En gamanið tekur enda á miðvikudag þegar fer að þykkna upp að nýju á höfuðborgarsvæðinu. Þá tekur við kunnuglegt stef; rigning og hiti á bilinu 9-11 stig í sunnanátt. Spáin nær til fimmtudags í næstu viku og þann daginn verður sólin ekki áberandi þann daginn; alskýjað og hiti á bilinu 9-11 stig.

Niðurstaðan er því þessi: Þið sem búið á höfuðborgarsvæðinu getið (kannski) farið að hlakka til sumarsins. Ef allt gengur eftir kemur sumarið í næstu viku, í tvo daga (vonandi).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Syrgir móður sína
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingur týndi bitcoin veski með 100 milljónum króna – „Ekki fræðilegur að finna það“

Íslendingur týndi bitcoin veski með 100 milljónum króna – „Ekki fræðilegur að finna það“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“