fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Sagan hennar Lindu – Lögregla vekur athygli á dularfullu óupplýstu morðmáli

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluembætti eitt í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ákveðið að fara heldur óvenjulega leið í þeirri viðleitni sinni að leysa 45 ára gamalt sakamál. Þann 6. júlí árið 1973 var Linda O’Keefe, 11 ára gömul stúlka, að ganga heim úr skólanum þegar henni var rænt.

Daginn eftir þennan örlagaríka dag fannst lík hennar skammt frá staðnum þar sem hún var numin á brott. Þó að 45 ár séu liðin frá þessu óhugnanlega morði hefur enginn verið sakfelldur fyrir glæpinn, en það þýðir þó ekki að lögregla hafi gefið upp alla von. Síður en svo.

Lögreglan í Newport Beach ákvað að birta þó nokkuð margar færslur á Twitter um þetta morðmál og af tístunum mætti ætla að þar sé Linda sjálf að segja sína sögu. Sagt er frá síðustu klukkustundunum í lífi Lindu í fyrstu persónu í þeirri von að einhver þarna úti hafi upplýsingar um málið.

Þessi aðferð lögreglu hefur vakið talsverða athygli og er myllumerkið #LindasStory (Sagan hennar Lindu) orðið nokkuð vinsælt á Twitter. Í færslunum er farið nokkuð ítarlega í atburðarásina áður en morðið var framið, til dæmis sagt frá því þegar móðir hennar tjáði henni að hún gæti ekki sótt hana í skólann. Þess vegna þyrfti hún að ganga heim stutta vegalengd.

„Það hefur enginn áhyggjur þó ég hafi ekki skilað mér heim úr skólanum strax. Að minnsta ekki mjög miklar. Árið 1973 voru tímarnir aðrir en þeir eru í dag, börnin í hverfinu voru oft tímunum saman úti að leika sér og enginn kippti sér upp við það,“ sagði til dæmis í einni færslu. Síðan er sagt frá því þegar foreldrar Lindu og 18 ára systir hennar fóru að leita að henni og þegar hjólreiðamaður fann lík hennar.

Að sögn lögreglu var ákveðið að fara þessa leið til að „gefa Lindu rödd“. „Þó að mörg ár séu liðin frá þessu hryllilega morði en lögregla enn jafn staðráðin í að ná frá réttlæti fyrir Lindu.“

Hér að neðan má sjá færslur lögreglu um málið:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli