fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Fréttir

Ráðherra geymdi fé í skattaskjólum – Dæmdur í tíu ára fangelsi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. júlí 2018 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nawas Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir spillingu í embætti.

Málið á rætur að rekja til uppljóstrana í Panamaskjölunum svokölluðu en í þeim kom fram að Sharif og fjölskylda geymdu mikið fé í aflandsfélögum sem meðal annars voru til að kaupa fokdýrar lúxusíbúðir í London.

Dóttir hans, Maryam, var dæmd í sjö ára fangelsi vegna málsins en hún var talin líklegur arftaki föður síns í pakistönskum stjórnmálum. Sharif dvelur í London þessi misserin en búist er við því að hann muni áfrýja dómnum, að sögn breska blaðsins Guardian.

Sharif hefur í þrígang gegnt embætti forsætisráðherra landsins; fyrst á árunum 1990 til 1993, svo frá 1997 til 1999 og loks frá 2013 til 2017 að hann sagði af sér eftir uppljóstranir í Panamaskjölunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Í gær

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt