fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Bæjarstjórasonur með réttarstöðu sakbornings

Auður Ösp
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 16:17

Andri Gunnarsson. Ljósmynd/Nordik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Gunnarsson, lögmaður og eigandi lögmannsstofunnar Nordik, er með réttarstöðu sakbornings í rannsókn skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara á meintum skattalagabrotum útflutningsfyrirtækisins Sæmark ehf. Greint var þessu í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Andri er sonur Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ.

Brotin eru sögð vera þau umfangsmestu sem upp hafa komið hér á landi en þau snúa að meintum skattaundanskotum Sigurðar Gísla Björnssonar, stofnanda og eiganda Sæmarks ehf. Tengist Andri málinu sem lögmaður og viðskiptafélagi Sigurðar Gísla en fram kemur að húsleit hafi verið gerð á á lögmannsstofu Andra í byrjun maímánaðar. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu Andra um afhendingu þeirra gagna sem haldlögð voru við leitina.

Andri hefur verið umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár. Hann og Sigurður Gísli eru viðskiptafélagar í gegnum eignarhaldsfélagið Óskabeini sem er eigandi að hlut í VÍS og Kortaþjónustunni. Þá var Andri í hópi fjárfesta sem keyptu fimm hótel, þar á meðal KEA-hótel og Hótel Borg árið 2012. Hótelin voru seld árið 2017 með góðum hagnaði.

Ekki liggur fyrir hver aðild Andra er að meintum skattalagabrotum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist