fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Guðmundur stal 53 milljónum af látnum manni – Greiddi stöðumælasektir og símreikninga

Auður Ösp
Miðvikudaginn 4. júlí 2018 12:39

Undarlegir atburðir hafa átt sér stað í dönskum kirkjugörðum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Jónsson lögmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. Brot Guðmundar fólust í því að hann dró að sér rúmlega 53,7 milljónir af fjármunum dánarbús sem hann var skiptastjóri yfir. Peningana notaði hann meðal annars til að greiða símreikninga og stöðumælasektir.

Dómur féll Héraðsdómi Suðurlands í gær. Guðmundur var skipaður skiptastjóri dánarbús Eyjólfs Eyjólfssonar. Með sex millifærslum, á tímabilinu 7.febrúar 2013 til 7.júní 2016, færði hann samtals  53.697.391 króna af fjármunum dánarbúsins á fjárvörslureikning lögmannsstofu sinnar LGJ ehf.  Hann ráðstafaði og nýtti fjármunina í eigin þágu og til rekstur lögmannsstofu sinnar og gerðist þannig sekur um peningaþvætti.

Peningana nýtti hann í greiðslu persónulegra útgjalda og annarra útgjalda sem voru dánarbúinu óviðkomandi.Persónuleg útgjöld hans voru meðal annars  sím­reikn­ing­ar, inn­heimtu­kröf­ur Banda­lags há­skóla­manna, skuld­ir til rík­is­sjóðs, stöðvun­ar­brota­gjald og trygg­inga­gjöld.

Guðmundur viðurkenndi skýlaust brot sín fyrir dómi og samþykkti að greiða dánarbúi Eyjólfs Eyjólfssonar skaðabætur að fjárhæð kr. 53.697.931.

Bar hann fyrir sig að á þessu tímabili glímdi hann við sjúkdóm, sem og áfengis og fíkniefnavanda. Sagðist hann hafa leitað sér aðstoðar og væri nú á batavegi. Þá sagðist hann einnig hafa fest ráð sitt og látið af lögmannsstörfum. Þá kvaðst hann einnig eiga ungt barn með konu sinni og væri auk þess búinn að ganga tveimur eldri börnum hennar í föðurstað.

Dómurinn mat það til refsiþyngingar að um stórfellt brot var að ræða í opinberu starfi, sem náði yfir rúmlega þriggja ára tímabil.

„Ekki verður framhjá því litið að ákærði dró sér mikla fjármuni úr dánarbúi sem honum var treyst fyrir sem lögmanni og olli þannig erfingjum búsins verulegu fjártjóni, sem ekki verður séð af gögnum málsins að hann hafi bætt að nokkru leyti. Fyrir svo alvarlegt brot í opinberu starfi sem ákærði er dæmdur fyrir þykir hvorki fært að skilorðsbinda refsinguna að öllu leyti né að hluta,“ segir meðal annars í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt