fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Allt brjálað út af veðrinu og skorað á ríkisstjórnina – Vilja frítt flug til Egilsstaða – „Við höfum fengið okkur fullsödd af þessu skítaveðri“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 15:06

Leikhópurinn X er í uppreisn gegn veðrinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítið sem ekkert hefur sést til sólarinnar á suð og vesturlandi og ekki er útlit fyrir að það batni. Meðlimir leikhópsins X eru meðal þeirra sem hafa fengið sig fullsadda á sólarleysinu og ætla að láta í sér heyra gagnvart veðurguðunum. Hópurinn hefur í þeim tilgangi hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem krafist er betra veðurs.

„Við höfum fengið okkur fullsödd af þessu skítaveðri sem vaðið hefur uppi á suður og vesturlandi! Við krefjumst þess að nú verði tekið á málunum í eitt skipti fyrir öll og yfirvöld beiti þeim brögðum sem til þarf til að auka sólarstundir og velsæld þegnanna á þessum svæðum,“

segir í yfirlýsingu hópsins en ljóst er meðlimum er mikið niðri fyrir. Það ætti að vera öllum ljóst að hópurinn sé með þessu að slá á létta strengi. En leikhópurinn er eins og flestir Íslendingar löngu búnir að gefast upp á tíðarfarinu á suðvesturhorni Íslands.

„Við teljum ástandið vera orðið brýnt og krefjumst þess að skýjunum verði sýnt hvar Davíð keypti ölið! Davíð er reyndar hættur að drekka þar sem aldrei viðrar til þess að fá sér einn kaldann!

Ef ekki verður látið að kröfum okkar væri ekki nema sanngjarnt að ríkið greiði flug til Egilsstaða þar sem nýr höfuðstaður Íslands rís í sólbjörtu austrinu. Við hvetjum stjórnvöld til aðgerða strax! Spursmálslaust!“

Hér má skrifa undir yfirlýsingu hópsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt